Enski boltinn

Cahill framlengir við Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Cahill í leik með Bolton.
Gary Cahill í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Gary Cahill hefur framlengt samning sinn við Bolton til loka tímabilsins 2012.

Cahill er 23 ára og gekk til liðs við Bolton frá Aston Villa fyrir fimm milljónir punda í fyrra. Hann var valinn í enska landsliðið nú í júní síðastliðnum en hann þótti standa sig vel á síðastliðnu tímabili.

„Gary er langbesti ungi miðvörðurinn í Englandi og aðeins tímaspursmál hvenær hann mun spila reglulega með landsliðinu," sagði Gary Megson, stjóri Bolton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×