Enski boltinn

Ferdinand líklega frá vegna meiðsla í tvær vikur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Manhcester United á í stökustu vandræðum með að manna varnarlínu sína fyrir leikinn gegn Burnley á miðvikudag eftir að ljóst varð að Rio Ferdinand verði frá vegna meiðsla í tvær vikur.

Fyrir var Nemanja Vidic frá vegna meiðsla og þá er Jonny Evans tæpur eftir að hafa meiðst lítillega gegn Birmingham og Gary Neville og Wes Brown eru að koma til baka eftir meiðsli.

„Ég held að Ferdinand verði frá í um það bil tvær vikur en Vidic er byrjaður að æfa og gæti verið klár í slaginn að nýja um næstu helgi.

Við höfum átt í miklum vandræðum undanfarin tvö ár eða svo með meiðsli varnarmanna en höfum alltaf náð að leysa þau með einhverju móti og ég er sannfærður um að það takist að nýju núna," segir Ferguson brattur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×