„Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar.“ Gunnar Örn Jónsson skrifar 23. júlí 2009 18:29 dr. Herdís Þorgeirsdóttir. Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga. Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Svo virðist sem margir lögfræðingar séu komnir á þá skoðun að Alþingi megi alls ekki samþykkja svokallaðan Icesave samning. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor, segir að engin þjóð beygi sig undir lög sem ógna öryggi hennar. Stefán Már Stefánsson prófessor og Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, rituðu síðastliðið haust grein í Morgunblaðið þar sem þeir bentu á að íslenska ríkið væri ekki greiðsluskylt samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins um innistæðutryggingar. Eftir grein Stefáns og Lárusar, lá álit lögfræðinga um málið niðri, þar til dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor, ritaði grein í Fréttablaðið þann 20. júní síðastliðinn. Þar varaði hún Alþingi við að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave og taldi samninginn á skjön við þær grundvallarreglur sem evrópsk samvinna byggði tilvist sína á. „Engin þjóð beygir sig undir lög sem ógna öryggi hennar og sjálfstæði. Þjóðir gera samninga sín á milli og grundvallarregla í þjóðarétti er að samninga beri að virða. En ekki nauðasamninga. Ekki samninga sem er fyrirséð að ekki er hægt að standa við," sagði Herdís. Dr. Elvira Mendez Pinedo, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti kom í kjölfarið og benti á þá að Evrópusambandið sjálft hefði átt að koma að þessum samningi en ekki láta Bretum og Hollendingum eftir að gera þetta að samningi sem væri eins og milli einkaaðila. Elvira benti á að samningurinn væri á gömlu lagamáli og hann væri meingallaður séð frá hagsmunum Íslendinga. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, skrifaði þar næst grein og benti á að hinn raunverulegi ágreiningur sneri að því hvort íslenska þjóðin ætti að njóta réttar til að fá úrlausn hlutlausra dómstóla hvort hún að réttum lögum skuldi þetta fé. Sigurður Líndal tók í sama streng í stuttri grein í Fréttablaðinu. Þá kom einn reyndasti lögmaður Íslendinga, Ragnar Hall, og sagði að óforsvaranlegt væri að lögfesta ábyrgð ríkissjóðs á greiðslum vegna Icesave þar sem íslensku samningamennirnir hefðu samið af sér og Íslendingum bæri ekki að taka á sig þær skuldbindingar sem gerðar eru í samningnum við Hollendinga og Breta. Viðtal við Ragnar varðandi málið kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og einnig má sjá fréttina hér á Vísi. Undir þau rök að ekki mætti samþykkja Icesave-samninginn óbreyttann, tók Eiríkur Tómasson prófessor. Þau sjónarmið að Icesave samningurinn í núverandi mynd sé óforsvaranlegur, eru því ríkjandi í röðum lögspekinga.
Tengdar fréttir Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Lögmannskostnaður Breta samsvarar 8 mánaða rekstri lögreglunnar Icesave samkomulagið gerir ráð fyrir því að Íslendingar greiði tveggja milljarða króna lögfræðikostnað Breta vegna málsins. Fyrir þessa upphæð mætti reka lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í rúmlega hálft ár. 23. júlí 2009 19:06