Enski boltinn

Zola ætlar West Ham í Evrópusæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, stefnir að því að félagið tryggi sér þátttökurétt í Evrópukeppni í vor en liðið varð í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Efstu sjö sætin í ensku úrvalsdeildinni veita þátttökurétt í Evrópukeppnum næsta tímabils á eftir og leit lengi vel út síðastliðið vor að West Ham yrði þar á meðal. En liðið gaf eftir á lokasprettinum.

„Við viljum bæta árangur okkar frá síðasta tímabili," sagði Zola í samtali við enska fjölmiðla. „Við vorum nálægt því að ná Evrópusæti á síðasta tímabili en misstum svo mikilvæga leikmenn í meiðsli þegar mikið var undir."

„Það verður því markmið okkar að komast í Evrópukeppnina en við vitum að það verður ekki auðvelt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×