Enski boltinn

Nokkur úrvalsdeildarfélög á eftir Robert Huth

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robert Huth.
Robert Huth. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er varnarmaðurinn Robert Huth hjá Middlesbrough undir smásjá nokkurra úrvalsdeildarfélaga og Stoke hefur þegar lagt fram kauptilboð í leikmanninn.

Knattspyrnustjórinn Gareth Southgate vonast til þess að halda leikmanninum áfram en veit að ákvörðunin er ekki fullkomlega í hans höndum.

„Auðvitað vill ég halda Robert áfram hjá Middlesbrough en forráðamenn félagsins hafa auðvitað sitt að segja líka sem og leikmaðurinn sjálfur.

Robert er búinn að vera frábær og ef að það hjálpar möguleikum hans á að komast á lokakeppni stórmóts með Þýskalandi að spila deild ofar þá verðum við að sýna því skilning," segir Southgate í samtali við Sky Sports.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×