Enski boltinn

Liverpool fagnaði loksins sigri á tíu mönnum Wolves

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard með börnum sínum.
Steven Gerrard með börnum sínum. Mynd/AFP

Liverpool komst upp í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-0 sigri á Wolves á Anfield í kvöld. Bæði mörk Liverpool komu eftir fyrirgjafir frá Emiliano Insua og eftir að Stephen Ward var rekinn útaf í upphafi seinni hálfleiks.

Steven Gerrard skoraði fyrra mark Liverpool á 62. mínútu með þrumuskalla eftir glæsilega fyrirgjöf Emiliano Insua frá vinstri kanti. Markið kom tíu mínútum eftir að Wolves missti Ward af velli.

Yossi Benayoun skoraði seinna mark Liverpool á 70.mínútu eftir að boltinn barst til hans eftir aðra fyrirgjöf Emiliano Insua frá vinstri kanti.

Liverpool er eftir þennan sigur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti og tólf stigum á eftir toppliði Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×