Enski boltinn

Fulham og Sunderland sýna Sölva áhuga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er enn eina ferðina orðaður við lið á Englandi og að þessu sinni við lið í ensku úrvalsdeildinni.

The Daily Mail segir að bæði Fulham og Sunderland séu að gera hosur sínar grænar fyrir Sölva þessa dagana.

Blaðið segir að Twente hafi einnig áhuga á Sölva en Steve McClaren stýrir því liði.

Sölvi er á mála hjá danska félaginu SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×