Fótbolti

Putin gefur grænt ljós á HM-umsókn

Vladimir Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar gefið grænt ljós á að knattspyrnusambandið í landinu sendi inn umsókn um að halda HM í knattspyrnu árið 2018.

Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í mars að þrettán þjóðir hefðu lýst yfir áhuga á að halda HM árin 2018 eða 2022. Það kemur svo í ljós í desember á næsta ári hvaða þjóðir hreppa hnossið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×