Innlent

Sorgleg ákvörðun græns ráðherra

Árni Finnsson.
Árni Finnsson.

Árni Finnsson formaður Náttúrverndarsamtaka Íslands segir það sorglegt fyrir Vinstri græna að fyrsta ákvörðun formanns flokksins í stóli sjávarútvegsráðherra sé að leyfa veiðar á hval í stórum stíl.

„Þetta þýðir að ef allt kjötið fer á Japansmarkað þá tvöfaldast framboðið af hvalkjöti þar. Þetta er markaður sem hefur farið hnignandi undanfarin ár og því getur þetta ekki verið ábótasamt. Fyrir utan að það tók 22 mánuði síðast að komast í gegnum tollinn. Þar að auki gæti þessi ákvörðun valdið skaða fyrir ferðaþjónustu og útflutningsvörur og gert okkur erfitt fyrir gagnvart Evrópusambandinu," segir Árni.

Aðspurður hvort hann telji að Steingrímur hafi séð sér leik á borði vegna andstöðu við Evrópusambandið segist Árni ekki telja svo vera. „Mér skilst að lagalega hafi hendur hans verið bundnar. Hann hafi ekki getað tekið þessa ákvörðun Einars Guðfinnssonar til baka".






Tengdar fréttir

Ætlar ekki að afturkalla ákvörðun um auknar hvalveiðar

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag að ákvörðun um hvalveiðar sem tekin var af fyrirrennara hans verði ekki afturkölluð á yfirstandandi ári. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann hélt í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×