Enski boltinn

Aron Einar og félagar í Coventry unnu góðan sigur á Ipswich

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson lék vel með Coventry.
Aron Einar Gunnarsson lék vel með Coventry. Mynd/AFP

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Coventry unnu 2-1 sigur á lærisveinum Roy Keane í Ipswich í fyrstu umferð ensku b-deildarinnar í dag. Bæði mörk Coventry komu á fyrstu 24 mínútum leiksins.

Aron Einar lék allan leikinn á miðjunni hjá Coventry og stóð sig vel. Coventry náði þar með að bæta fyrir 1-2 tap á móti Ipswich í lokaumferðinni í vor.

Clinton Morrison skoraði bæði mörk Coventry á 10. og 24. mínútu leiksins en Jonathan Walters minnkaði muninn á 28. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×