Innlent

Krefst fundar í viðskiptanefnd vegna afskrifta hjá Högum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á að viðskiptanefnd Alþingis komi saman vegna frétta um afskriftir af skuldum eigenda Haga við Kaupþing.

Eignarhaldsfélagið 1998 sem á Haga skuldar Kaupþingi 48 milljarða króna. Endurskipulagning á eignarhaldi Haga stendur yfir þessa dagana en tveir fulltrúar frá nýja Kaupþingi hafa þegar tekið sæti í stjórn 1998. Samkvæmt heimildum fréttastofu er samkomulag á teikniborðinu sem gerir ráð fyrir að Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélagar hans 60% gegn því að leggja fram sjö milljarða króna. Þetta myndi þýða tugmilljarða afskriftir hjá 1998 ehf.

„Ég vil fá nánari útskýringar á því hvað Kaupþing er að gera þarna. Þetta er alls ekki í samræmi við það sem við framsóknarmenn höfum verið að tala um varðandi gegnsæi og jafnræði þegar kemur að afskriftum skulda," segir Eygló.

Þá segir hún að þetta sé ekki í samræmi við fyrri yfirlýsingar Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, um aðrar sambærilegar afskriftir. Hún undrast ekkert skuli heyrast í ríkisstjórninni vegna málsins.

Eygló segir að Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og formaður viðskiptanefndar, hafi tekið vel í erindi sitt. Eygló á von á því að fundurinn verði haldinn fljótlega.


Tengdar fréttir

Fær Kaupþing Bónus?

Tveir starfsmenn Kaupþings hafa verið skipaðir í stjórn móðurfélags Haga. Félagið er nú skráð í höfuðstöðvum Kaupþings. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda hafa nokkrar vikur til að koma með nýtt fé í reksturinn - takist það ekki lenda Hagar í ríkiseigu.

Engin ákvörðun verið tekin um afskriftir hjá 1998

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri nýja Kaupþings, segir að ekkert hafi verið afskrifað af skuldum eigenda Haga við bankann. Bankinn sé að vinna í málinu, og farið sé yfir ýmisskonar valkosti í þeim efnum. Ótímabært sé að vera með vangaveltur um afskriftir.

Kaupþing eignist 40% í Högum

Allt stefnir í að nýja Kaupþing eignist 40% í Högum og Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir fjárfestar haldi 60% hlut í félaginu með því að leggja fram 7 milljarða. Með þessu yrði núverandi móðurfélag Haga skuldlaust og úr sögunni. Erlendir kröfuhafar bera að mestu leyti tugmilljarða króna tjónið sem fylgir þessu.

Leita hluthafa að Högum erlendis

Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda skuldbatt sig til að koma með milljarða í nýju hlutafé inn í móðurfélag Haga þegar sjö milljarða lán smásölurisans var endurfjarmagnað nú fyrr í mánuðinum. Heimildir fréttastofu herma að Jón Ásgeir leiti nýrra hluthafa erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×