Enski boltinn

Paterson frá í þrjá mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Paterson í leik með Burnley.
Martin Paterson í leik með Burnley. Nordic Photos / Getty Images

Burnley hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að ljóst var að sóknarmaðurinn Martin Paterson verður frá næstu þrjá mánuðina eftir að hann meiddist í vikunni.

Paterson var borinn af velli eftir að hann sneri illa upp á hnéð sitt í leik Burnley og Barnsley í ensku deildabikarkeppninni í vikunni.

Við rannsóknir á hnénu komu brjóskskemmdir í ljós og verður hann af þeim sökum frá í þrjá mánuði.

Hann var markahæsti leikmaður Burnley á síðasta tímabili er liðið lék í ensku B-deildinni. Hann skoraði þá nítján mörk.

Chris McCann meiddist um helgina og verður einnig frá í þrjá mánuði, einnig vegna hnémeiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×