Enski boltinn

Sean Davis til Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sean Davis í leik með Portsmouth.
Sean Davis í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images
Sean Davis er búinn að ganga frá félagaskiptum sínum til Bolton en samningur hans við Portsmouth rann út í gær.

Fyrir hálfu ári síðan bauð Bolton 3,5 milljónir punda í Portsmouth sem hafnaði tilboðinu þá. Félagið fékk hins vegar ekkert fyrir hann nú. Davis skrifaði undir fjögurra ára samning við Bolton en hann er 29 ára gamall.

Gary Megson, stjóri Bolton, var ánægður með liðsaukann.

„Sean kom við sögu í 40 leikjum á síðasta tímabili og mun koma með að styrkja miðjuna okkar," sagði hann í samtali við enska fjölmiðla. „Við erum hæstánægðir með að hafa fengið svo reyndan kappa til liðs við okkur."

Davis á að baki 200 úrvalsdeildarleiki með Fulham, Tottenham og Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×