Enski boltinn

Verðum að bretta upp ermarnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er staðráðinn í því að láta dómsdagsspár Graeme Souness ekki rætast. Souness lét hafa eftir sér í vikunni að hann óttaðist að Liverpool næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni.

„Souness er heimilt að vera með sínar dómsdagsspár. Ég get ekki séð svona langt fram í tímann. Ég get bara reynt að gera mitt besta svo þessar spár rætist ekki. Við erum tilbúnir í slaginn og getum ekki falið okkur lengur," sagði Gerrard en Liverpool fær gott tækifæri til að rétta sinn hlut í dag er liðið tekur á móti Arsenal.

„Við þurfum að fara út á völlinn, bretta upp ermarnar og koma þessu félagi aftur á þann stað sem það á heima. Við leikmennirnir erum ábyrgir fyrir þessari stöðu og þess vegna er það á okkar ábyrgð að rífa liðið upp."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×