Enski boltinn

Owen sagður bíða eftir Everton og Aston Villa

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Nordic photos/Getty images

Framherjinn Michael Owen er nú orðinn laus allra mála hjá Newcastle og er því falur á frjálsri sölu en mörg félög hafa verið orðuð við kappann undanfarið.

Leikmaðurinn er sjálfur talinn vilja snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og Hull var fyrsta félagið til þess að viðurkenna áhuga sinn á honum.

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Owen sé aftur á móti að bíða eftir viðbrögðum frá annað hvort Everton eða Aston Villa.

Þá greinir Sky Sports fréttastofan frá því að óvenju mikið sé um að menn séu að veðja á að Englandsmeistarar Manchester United muni hreppa hinn 29 ára gamla markvarðahrelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×