Enski boltinn

Benzema gæti farið til United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Karim Benzema í leik með franska landsliðinu í vor.
Karim Benzema í leik með franska landsliðinu í vor. Nordic Photos / AFP
Framkvæmdarstjóri Lyon, Bernard Lacombe, segir að það sé vel inn í myndinni að Karim Benzema verði seldur til Manchester United fyrir rétta upphæð.

United er sagt reiðubúið að eyða hluta þeirrar upphæðar sem félagið fær fyrir Cristiano Ronaldo þegar hann verður seldur til Real Madrid.

Lacombe sagði nýlega að félagið ætlaði ekki að selja Benzema sem þykir einn efnilegasti leikmaður heims. En nú segir hann að Benzema sé falur fyrir rétt verð.

„Hann er nú á mála hjá okkur en það veit enginn hvað mun gerast í framtíðinni," sagði Lacombe. „Manchester United hefur mikinn pening á milli handanna. Ef það kemur tilboð frá þeim er aldrei að vita."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×