Enski boltinn

United hefur spurst fyrir um Ribery

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Ribery í leik með Bayern München.
Franck Ribery í leik með Bayern München. Nordic Photos / AFP

Uli Höness, framkvæmdarstjóri Bayern München, segir að Manchester United hafi spurst fyrir um Franck Ribery, leikmann Bayern.

Ribery hefur verið orðaður við fjölda stórliða um Evrópu, allra helst Barcelona og United. Hann á þó tvö ár eftir af samningi sínum við Bayern og hefur sagst vilja vera áfram í herbúðum félagsins.

Því hefur verið haldið fram að United hafi áhuga að fá Ribery í sínar raðir ef Cristiano Ronaldo verði seldur til Real Madrid.

Höness sagði í samtali við þýska fjölmiðla að áhugi United á Ribery væri háður því hver örlög Ronaldo yrðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×