Enski boltinn

Martin O'Neill búinn að kaupa Habib Beye - Sylvain Distin næstur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Habib Beye mun spila með Aston Villa næstu árin.
Habib Beye mun spila með Aston Villa næstu árin. Mynd/AFP

Martin O'Neill, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa, gekk í dag frá kaupunum á Habib Beye frá Newcastle en Villa borgar um 2,5 milljónir punda fyrir þennan 31 árs gamla varnarmann frá Senegal. Beye gerir þriggja ára samning við Aston Villa.

Habib Beye mun berjast við Luke Young um stöðu hægri bakvarðar en hann getur einnig spilað sem miðvörður. Beye vildi losna frá Newcastle þegar liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor en um tíma leit út fyrir að hann færi til Hull City.

Martin O'Neill stal Senegalanum hinsvegar fyrir framan nefið á Hull-mönnum og nú getur hann farið að einbeita sér að því að ná í Sylvain Distin frá Portsmouth. O'Neill hefur þegar keypt þá Stewart Downing og Fabian Delph til Aston Villa í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×