Innlent

Bifreið valt undir Hafnarfjalli

Umferðaróhapp varð á Grjóteyrarvegi við Hafnarskóg undir Hafnarfjalli þegar fólksbifreið valt í nótt. Þrír voru í bifreiðinni og voru þau öll flutt á Heilsugæsluna í Borgarnesi. Fólkið mun ekki vera slasað, að sögn lögreglu.

Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt vegna drykkjuláta og slagsmála á Eyrarbakka og Hvolsvelli. Mikið af fólki var á ferð um Suðurland um helgina og talsvert um ölvun, að sögn lögreglu.

Þá var brotist inn í sumarbústað í Fnjóskadal en litlu sem engu stolið. Lögreglan á Húsavík segir að því megi þakka árvekni sumarhúsaeigenda í nágrenni bústaðarins sem urðu varir við grunnsamlegar mannaferðir og létu lögreglu vita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×