Enski boltinn

Eiður: Ég fer líklega til Englands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/E. Stefán

Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Daily Star að hann muni líklega fara til félags á Englandi í sumar.

Eiður er kominn á sölulista hjá Barcelona og fjöldi félaga hefur sýnt áhuga á Eiði sem ku vera falur á 4 milljónir punda.

„Það er líklega óumflýjanlegt að ég fari aftur til Englands," sagði Eiður sem er sterklega orðaður við West Ham þar sem fyrrum félagi hans hjá Chelsea, Gianfranco Zola, er stjóri.

„Ég átti frábæran tíma hjá Chelsea. Ég og Gianfranco þekkjum leikinn og ég veit að ég myndi auðveldlega aðlagast enska boltanum aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×