Enski boltinn

Stjórnarformaður Arsenal vill að Wenger skili titli

Ómar Þorgeirsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Nordic photos/AFP

„Annað, þriðja og fjórða sætið eru ekki lengur ásættanleg. Við viljum vinna eitthvað á þessu tímabili og við teljum að við séum með nægilega sterkan leikmannahóp til þess," segir stjórnarformaðurinn Ivan Gazidis hjá Arsenal í viðtali við Daily Star Sunday.

Gazidis tekur ofan fyrir knattspyrnustjóranum Arsene Wenger fyrir að hafa byggt upp ungt og skemmtilegt lið en vill fara að sjá árangur í formi titla á Emirates-leikvanginum.

„Við erum búnir að byggja upp lið sem spilar frábæran fótbolta og skemmtir stuðningsmönnunum með leik sínum en stuðningsmennirnir eiga skilið að sjá liðið vinna titla," segir Gazidis en Arsenal vann síðasta FA-bikarinn árið 2005.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×