Enski boltinn

AC Milan ekki rætt við Arsenal vegna Adebayor

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordicphotos Getty images

Umboðsmaður framherjans Emmanuel Adebayor hefur neitað því að AC Milan hafi sett sig í samband við Arsenal vegna mögulegra félagsskipta Tógó-mannsins til Ítalíu.

Adebayor hefur ítrekað verið orðaður við AC Milan undanfarna mánuði þrátt fyrir að hann hafi líst því yfir að hann væri sáttur á Emirates-leikvanginum.

„Ég hitti Arsene Wenger í gær og við töluðum ekki um að Adebayor væri á förum frá félaginu og það liggja heldur engin spennandi kauptilboð á borðinu. Það er ekki rétt að forráðamenn AC Milan hafi sett sig í samband við mig eða Arsenal. Ef það muni gerarst er ómögulegt að segja hvað muni verða, en eins og staðan er núna er Adebayor leikmaður Arsenal," segir Stephane Courbis í samtali við ítalska fjölmiðla.

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er yfirlýstur aðdáandi Adebayor og hann hefur sagt að hann vilji endilega fá hann til félagsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×