Enski boltinn

Roberts ekki í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jason Roberts fagnar marki í leik með Blackburn.
Jason Roberts fagnar marki í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Jason Roberts þarf ekki að taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Blackburn og West Brom um síðustu helgi.

Roberts fékk að líta beint rautt spjald tíu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leiknum.

Mike Jones, dómari leiksins, fannst Roberts hafa kýlt Jonas Olsson, leikmann West Brom. Enska knattspyrnusambandið hefur nú staðfest að rauða spjaldið hefur verið dregið til baka og getur því Roberts spilað með frá fyrsta leik í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×