Fótbolti

Capello vill skora snemma gegn Andorra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins.
Fabio Capello þjálfari enska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Fabio Capello vill að sínir menn í enska landsliðinu skori snemma í leiknum gegn Andorra í undankeppni HM 2010 á morgun.

„Ef við skorum snemma verður þetta auðveldur leikur," sagði Capello á blaðamannafundi í dag. England hefur unnið alla sex leiki sína í riðlinum til þessa og getur með sigri komist enn nær því að tryggja sér farseðilinn á HM í Suður-Afríku á næsta ári.

Þegar liðin mættust í Barcelona í september á síðasta ári náði lið Andorra að halda hreinu í fyrri hálfleik. Það var fyrsti mótsleikur enska landsliðsins undir stjórn Capello.

Joe Cole skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og tryggði enskum sigurinn. „Andorra mun bíða fyrir framan vítateiginn þeirra með tíu menn í vörn," sagði Capello. „En við verðum að vinna. Ég sá leik þeirra gegn Hvíta-Rússlandi og þar settu þeir tíu leikmenn fyrir framanvítateiginn og biðu bara þar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×