Enski boltinn

Yfirtökuviðræður hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mike Ashley, eigandi Newcastle, fyrir miðju.
Mike Ashley, eigandi Newcastle, fyrir miðju. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar halda því fram nú í morgun að hafnar séu viðræður um yfirtöku á Newcastle sem féll úr ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, reyndi að selja félagið fyrr í vetur en hætti við eftir að viðræður við ýmsa aðila báru ekki árangur. Nú segir fréttastofa Sky Sports að Ashley eigi í viðræðum við ónefndan fjárfestingahóp.

Þó nokkrir aðilar sýndu Newcastle áhuga á sínum tíma en ekkert kom úr þeim viðræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×