Innlent

Bjarni Ben á fjölskylduhátíð Sjálfstæðisflokksins

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi efnir til fjölskylduhátíðar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík á morgun, Sumardaginn fyrsta, kl. 17.00-19.00.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Þar segir ennfremur að Bjarni Benediktsson formaður flokksins muni ávarpa gesti hátíðarinnar en ýmis skemmtiatriði verða í boði.

Má þar nefna atriði úr Kardemommubænum, fimleikasýningu frá Ármanni, trúbadora, andlitsmálningu og ýmsa leiki. Fjölmörg leiktæki í garðinum verða í gangi og boðið verður upp á grillaðar pylsur og gos.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×