Enski boltinn

Ekkert að frétta af nýjum samningi hjá Van Persie

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie, leikmaður Arsenal.
Robin van Persie, leikmaður Arsenal. Mynd/AFP

Hollendingurinn Robin van Persie vonast til að fara að geta gengið frá sínum framtíðarmálum hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Stjórinn Arsene Wenger staðfesti í síðustu viku að hann væri á leið í viðræður við Van Persie.

Van Persie á tvö ár eftir af samningi sínum við Lundúnaliðið en menn voru fljótir að fara að velta því upp að hann væri á förum víst að umræddar viðræður hafa dregist.

„Ég og félagið höfum ekki komist að neinni niðurstöðu. En kannski get ég sagt einhverjar fréttir af mínum málum fljótlega," sagði Robin van Persie í samtalið við hollenska blaðið De Telegraaf.

„Mitt markmið var að spila eins marga leiki á tímabilinu og mögulegt væri og ég náði því með að spila 44 leiki. Ég er einnig sáttur við fjölda marka og fjölda stoðsendinga hjá mér á tímabilinu," sagði Van Persie en bætti við:

„Það eina sem má finna að er að við unnum ekkert. Fótboltinn snýst nefnilega um að fá að lyfta bikurum," sagði Van Persie.

Van Persie skoraði 11 mörk og gaf 11 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur en hann kom við sögu í 28 af 38 leikjum Arsenal-liðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×