Hannaði bók fyrir Al Gore 7. október 2009 03:00 Hannaði fyrir Gore Hjalti Karlsson segir Gore afar þægilegan mann. Al Gore leitaði til Hjalta og félaga fyrir nýjustu bók sína. „Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
„Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore. Hjalti og félagar hans á hönnunarstofunni KarlssonWilker í New York luku nýlega við að hanna bókina Our Choice: How We Can Solve the Climate Crisis eftir umhverfissinnann Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Tvær útgáfur af bókinni koma út í byrjun nóvember, en sú sem Hjalti og félagar hönnuðu er ætluð lesendum í aldurshópnum 10 til 14 ára. „Okkur fannst þetta mjög kúl. Við höfum aldrei unnið verkefni sem er spes fyrir yngri hóp,“ segir Hjalti. „Al Gore tók mjög virkan þátt í verkefninu. Hann kíkti á síðurnar sem við vorum að hanna og við sátum fundi með honum. Hann var voða næs. Ótrúlega rólegur gæi.“ Hjalti segir að það hafi verið mjög þægilegt að vinna með Al og að hann væri laus við hroka þótt hann væri fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og hafi hlotið Nóbelsverðlaun. „Hann er rosalega kurteis og kunni að meta allt sem við gerðum. Það var mjög þægilegt að vinna með honum. Hann setti lítið út á verkin okkar.“ Markmið bókarinnar er að hún verði hálfgerð umhverfisverndunarbiblía fyrir bandarísk börn. „Þeir binda miklar vonir við að kennarar, skólar og bókasöfn taki vel í bókina,“ segir Hjalti og bætir við að það hafi ekki verið auðvelt verkefni að hanna fyrir börn, en hann er engu að síður mjög sáttur við útkomuna. Hönnunarstofan KarlssonWilker er í helmingseigu Hjalta sem hefur búið í New York síðustu ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína og meðal annars hannað umslög fyrir Rolling Stones, David Byrne og Aerosmith, gert tónlistarmyndband fyrir Lou Reed og unnið fyrir risa á borð við MTV og Puma.atlifannar@frettabladid.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Halla T meðal sofandi risa Menning Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira