Enski boltinn

Kalinic loksins genginn í raðir Blackburn

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sam Allardyce.
Sam Allardyce. Nordic photos/AFP

Framherjinn Nikila Kalinic er loksins kominn með leikheimild hjá Blackburn eftir að félagið var búið að ná samkomulagi við Hajduk Split um 6 milljón punda kaupverð fyrir leikmanninn.

Hinn 21 árs gamli landsliðsmaður Króatíu var áður orðaður við Portsmouth en þau félagsskipti féllu uppfyrir og Blackburn var þá fljótt að stökkva til enda knattspyrnustjórinn Sam Allardyce búinn að vera að leitast eftir því að kaupa framherja í allt sumar eftir söluna á Roque Santa Cruz til Manchester City.

Kalinic er ætlað að berjast um stöðu í framlínu liðsins við Benni McCarthy, Jason Roberts, El-Hadji Diouf og lánsmanninn Franco Di Santo frá Chelsea.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×