Enski boltinn

Rush: Liverpool mun enda í einu af fjórum efstu sætunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rusharinn með kaldan í annarri og bikar í hinni.
Rusharinn með kaldan í annarri og bikar í hinni.

Liverpool-goðsögnin Ian Rush hefur enn tröllatrú á sínum mönnum þó svo lítið hafi gengið það sem af er leiktíðar. Rush er á því að Liverpool muni ná Meistaradeildarsæti.

„Það þarf bara að líta á töfluna og sjá að við erum ekki nema fjórum stigum á eftir Arsenal sem er í þriðja sæti. Svo eigum við leik gegn þeim um helgina á Anfield. Liverpool mun ná einu af fjórum efstu sætunum," sagði Rush brattur en hann neitar því ekki að gengi liðsins hafi valdið sér vonbrigðum.

„Það er ekki hægt að flýja þá staðreynd að maður bjóst við meira af liðinu. Það sem veldur mestum vonbrigðum er að við skulum þegar vera einum 12 stigum á eftir Chelsea. Ég held samt að við náum fjórða sætinu og jólavertíðin getur verið góður vendipunktur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×