Enski boltinn

Ferguson kominn til Birmingham

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barry Ferguson.
Barry Ferguson.

Skoski miðjumaðurinn Barry Ferguson er orðinn leikmaður Birmingham en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við úrvalsdeildarfélagið. Ferguson er 31. árs.

Búist var við að leikmaðurinn myndi yfirgefa Glasgow Rangers í sumar eftir að hann missti fyrirliðabandið hjá liðinu í kjölfar agavandamála með skoska landsliðinu. Hann missti sæti sitt í liði Skotlands í leik gegn Íslandi fyrir að heimsækja öldurhús fyrir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×