Innlent

Banaslys á Grindavíkurvegi

Karlmaður á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi á sjöunda tímanum í morgun. Talið er að hann hafi látist samstundis.

Annar maður var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild og dvelur enn á Landsspítalanum.Hann mun þó ekki vera í lífshættu. Slysið varð þegar lítill sendibíll og jeppi, sem komu úr gagnstæðum áttum, rákust á. Nánar er ekki vitað um tildrög því ekki er búið að ræða við ökumanninn, sem komst af, og mennirnir voru einir í bílunum.

Veginum var þegar lokað en um klukkan tíu var farið að hleypa umferð framhjá slysstaðnum. Áður en það kom til þurfti að aka út á Reykjanesið til að komast til og frá Grindavík. Rannsóknanefnd umferðarslysa og lögreglan á Suðurnesjum rannsaka málið.

Þetta er sjöunda banaslysið í umferðinni það sem af er árinu og þau voru líka orðin sjö á sama tíma í fyrra.-








Tengdar fréttir

Alvarlegt slys á Grindavíkurvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi laust fyrir klukkan sjö í morgun þegar tveir bílar lentu þar í árekstri. Ekki liggur fyrir hversu margir hafa verið fluttir á sjúkrahús eða hver tildrög slyssins voru en Grindavíkurvegur er lokaður og gæti orðið það í eina til tvær klukkustundir í viðbót, að sögn lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×