Enski boltinn

Hull nálægt því að fá Negredo fyrir metfé

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alvaro Negredo.
Alvaro Negredo. Nordic photos/AFP

Fátt virðist nú koma í veg fyrir að framherjinn Alvaro Negredo verði langdýrasti leikmaður Hull eftir að félagið náði samkomulagi við Real Madrid um kaupverð sem er talið nema um 12 milljónum punda.

Jimmy Bullard var áður dýrasti leikmaður Hull þegar hann var keyptur á 5 milljónir punda frá Fulham.

Knattspyrnustjórinn Phil Brown hjá Hull er bjartsýnn á að gengið verði frá málum við leikmanninn fljótlega eftir helgi.

„Þegar talað er um kaupverð upp á 12 milljónir punda er nokkuð ljóst að við erum ekkert að leika okkur hérna. Þessi fyrirhuguðu kaup eru merki um metnað félagsins.

Það er ekki búið að ganga frá þessu að svo stöddu en við erum að tala við Real Madrid og leikmannin og þetta lítur vel út. Vonandi verður þetta klappað og klárt á mánudag eða þriðjudag," segir Brown í samtali við Sky Sports fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×