Enski boltinn

Torres búinn að framlengja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic Photos/Getty Images

Spánverjinn Fernando Torres hefur skrifað undir nýjan og betri samning við Liverpool. Gleðjast stuðningsmenn félagsins án vafa yfir þessum tíðindum.

Hinn 25 ára gamli framherji hefur slegið í gegn á Anfield og skoraði 50. markið sitt fyrir félagið um síðustu helgi.

Torres átti enn fjögur ár eftir af gamla samningnum við félagið en Liverpool bauð honum betri laun og í nýja samningnum er möguleiki fyrir félagið að framlengja hann út leiktíðina 2014.

„Fernando er einn besti framherji heims og miðað við aldur á hann aðeins eftir að verða betri," sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×