Pape: Markaleysið var farið að kosta andvökunætur Andri Ólafsson skrifar 13. september 2009 16:52 Pape í leik gegn KR Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu. Pape er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og margir hafa fylgst grannt með framgöngu hans í gegn um yngriflokkastarf Fylkis undanfarin ár. Pape hefur fengið mörg tækifæri til að sanna sig með Meistaraflokki í sumar en þrátt fyrir ágæta spretti hafa mörkin látið sig vanta. Þangað til í dag. Pape fagnaði markinu enda eins og óður væri og reif sig úr að ofan við mikinn fögnuð áhorfenda í Árbænum. „Ég varð að rífa mig úr og fagna almennilega. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu marki að ég varð að gera það. Ég vissi að það myndi kosta mig mitt þriðja gula spjald í sumar en það var ekki annað hægt en að fagna þessu með stæl." Var þetta markaleysi farið að íþyngja þér? "Já. Þetta var farið að verða mjög erfitt. Sumar nætur svaf ég hreinlega ekki. ‚Eg reyndi eins og ég gat að hugsa ekki mikið um þetta en það var ekki annað hægt. Pape þakkar vini sínum Jordao Diogo, leikmanni KR fyrir að hafa hjálpað sér „Jordao er mér eins og stór bróðir. Við tölum saman á hverjum degi og hann hjálpar mér mikið. Hann sagði mér til dæmis að hætta að hugsa svona mikið um að reyna skora og einbeita mér frekar að því að spila fótbolta. Ég hef reynt að tileinka mér þetta í undanförnum leikjum" Heilráð Jordao virðast hafa hitt í mark. Því fyrir utan leikinn í dag skoraði Pape líka í síðustu tveimur leikjum sínum með U-19 ára landsliðinu. Hann hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Pape segir í gríni að þetta gæti líka skrifast á nýju skóna hans. „Já, þetta var ekki alveg að ganga í appelsínugulu takkaskónum sem ég er búinn að vera að spila í í sumar. Ég ákvað að prófa nýja skó og nú get ég ekki hætt að skora. Ég held að ég sé ekkert að fara að spila í örðum skóm á næstunni." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu. Pape er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og margir hafa fylgst grannt með framgöngu hans í gegn um yngriflokkastarf Fylkis undanfarin ár. Pape hefur fengið mörg tækifæri til að sanna sig með Meistaraflokki í sumar en þrátt fyrir ágæta spretti hafa mörkin látið sig vanta. Þangað til í dag. Pape fagnaði markinu enda eins og óður væri og reif sig úr að ofan við mikinn fögnuð áhorfenda í Árbænum. „Ég varð að rífa mig úr og fagna almennilega. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu marki að ég varð að gera það. Ég vissi að það myndi kosta mig mitt þriðja gula spjald í sumar en það var ekki annað hægt en að fagna þessu með stæl." Var þetta markaleysi farið að íþyngja þér? "Já. Þetta var farið að verða mjög erfitt. Sumar nætur svaf ég hreinlega ekki. ‚Eg reyndi eins og ég gat að hugsa ekki mikið um þetta en það var ekki annað hægt. Pape þakkar vini sínum Jordao Diogo, leikmanni KR fyrir að hafa hjálpað sér „Jordao er mér eins og stór bróðir. Við tölum saman á hverjum degi og hann hjálpar mér mikið. Hann sagði mér til dæmis að hætta að hugsa svona mikið um að reyna skora og einbeita mér frekar að því að spila fótbolta. Ég hef reynt að tileinka mér þetta í undanförnum leikjum" Heilráð Jordao virðast hafa hitt í mark. Því fyrir utan leikinn í dag skoraði Pape líka í síðustu tveimur leikjum sínum með U-19 ára landsliðinu. Hann hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Pape segir í gríni að þetta gæti líka skrifast á nýju skóna hans. „Já, þetta var ekki alveg að ganga í appelsínugulu takkaskónum sem ég er búinn að vera að spila í í sumar. Ég ákvað að prófa nýja skó og nú get ég ekki hætt að skora. Ég held að ég sé ekkert að fara að spila í örðum skóm á næstunni."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00