Pape: Markaleysið var farið að kosta andvökunætur Andri Ólafsson skrifar 13. september 2009 16:52 Pape í leik gegn KR Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu. Pape er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og margir hafa fylgst grannt með framgöngu hans í gegn um yngriflokkastarf Fylkis undanfarin ár. Pape hefur fengið mörg tækifæri til að sanna sig með Meistaraflokki í sumar en þrátt fyrir ágæta spretti hafa mörkin látið sig vanta. Þangað til í dag. Pape fagnaði markinu enda eins og óður væri og reif sig úr að ofan við mikinn fögnuð áhorfenda í Árbænum. „Ég varð að rífa mig úr og fagna almennilega. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu marki að ég varð að gera það. Ég vissi að það myndi kosta mig mitt þriðja gula spjald í sumar en það var ekki annað hægt en að fagna þessu með stæl." Var þetta markaleysi farið að íþyngja þér? "Já. Þetta var farið að verða mjög erfitt. Sumar nætur svaf ég hreinlega ekki. ‚Eg reyndi eins og ég gat að hugsa ekki mikið um þetta en það var ekki annað hægt. Pape þakkar vini sínum Jordao Diogo, leikmanni KR fyrir að hafa hjálpað sér „Jordao er mér eins og stór bróðir. Við tölum saman á hverjum degi og hann hjálpar mér mikið. Hann sagði mér til dæmis að hætta að hugsa svona mikið um að reyna skora og einbeita mér frekar að því að spila fótbolta. Ég hef reynt að tileinka mér þetta í undanförnum leikjum" Heilráð Jordao virðast hafa hitt í mark. Því fyrir utan leikinn í dag skoraði Pape líka í síðustu tveimur leikjum sínum með U-19 ára landsliðinu. Hann hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Pape segir í gríni að þetta gæti líka skrifast á nýju skóna hans. „Já, þetta var ekki alveg að ganga í appelsínugulu takkaskónum sem ég er búinn að vera að spila í í sumar. Ég ákvað að prófa nýja skó og nú get ég ekki hætt að skora. Ég held að ég sé ekkert að fara að spila í örðum skóm á næstunni." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu. Pape er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og margir hafa fylgst grannt með framgöngu hans í gegn um yngriflokkastarf Fylkis undanfarin ár. Pape hefur fengið mörg tækifæri til að sanna sig með Meistaraflokki í sumar en þrátt fyrir ágæta spretti hafa mörkin látið sig vanta. Þangað til í dag. Pape fagnaði markinu enda eins og óður væri og reif sig úr að ofan við mikinn fögnuð áhorfenda í Árbænum. „Ég varð að rífa mig úr og fagna almennilega. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu marki að ég varð að gera það. Ég vissi að það myndi kosta mig mitt þriðja gula spjald í sumar en það var ekki annað hægt en að fagna þessu með stæl." Var þetta markaleysi farið að íþyngja þér? "Já. Þetta var farið að verða mjög erfitt. Sumar nætur svaf ég hreinlega ekki. ‚Eg reyndi eins og ég gat að hugsa ekki mikið um þetta en það var ekki annað hægt. Pape þakkar vini sínum Jordao Diogo, leikmanni KR fyrir að hafa hjálpað sér „Jordao er mér eins og stór bróðir. Við tölum saman á hverjum degi og hann hjálpar mér mikið. Hann sagði mér til dæmis að hætta að hugsa svona mikið um að reyna skora og einbeita mér frekar að því að spila fótbolta. Ég hef reynt að tileinka mér þetta í undanförnum leikjum" Heilráð Jordao virðast hafa hitt í mark. Því fyrir utan leikinn í dag skoraði Pape líka í síðustu tveimur leikjum sínum með U-19 ára landsliðinu. Hann hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Pape segir í gríni að þetta gæti líka skrifast á nýju skóna hans. „Já, þetta var ekki alveg að ganga í appelsínugulu takkaskónum sem ég er búinn að vera að spila í í sumar. Ég ákvað að prófa nýja skó og nú get ég ekki hætt að skora. Ég held að ég sé ekkert að fara að spila í örðum skóm á næstunni."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00