Pape: Markaleysið var farið að kosta andvökunætur Andri Ólafsson skrifar 13. september 2009 16:52 Pape í leik gegn KR Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu. Pape er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og margir hafa fylgst grannt með framgöngu hans í gegn um yngriflokkastarf Fylkis undanfarin ár. Pape hefur fengið mörg tækifæri til að sanna sig með Meistaraflokki í sumar en þrátt fyrir ágæta spretti hafa mörkin látið sig vanta. Þangað til í dag. Pape fagnaði markinu enda eins og óður væri og reif sig úr að ofan við mikinn fögnuð áhorfenda í Árbænum. „Ég varð að rífa mig úr og fagna almennilega. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu marki að ég varð að gera það. Ég vissi að það myndi kosta mig mitt þriðja gula spjald í sumar en það var ekki annað hægt en að fagna þessu með stæl." Var þetta markaleysi farið að íþyngja þér? "Já. Þetta var farið að verða mjög erfitt. Sumar nætur svaf ég hreinlega ekki. ‚Eg reyndi eins og ég gat að hugsa ekki mikið um þetta en það var ekki annað hægt. Pape þakkar vini sínum Jordao Diogo, leikmanni KR fyrir að hafa hjálpað sér „Jordao er mér eins og stór bróðir. Við tölum saman á hverjum degi og hann hjálpar mér mikið. Hann sagði mér til dæmis að hætta að hugsa svona mikið um að reyna skora og einbeita mér frekar að því að spila fótbolta. Ég hef reynt að tileinka mér þetta í undanförnum leikjum" Heilráð Jordao virðast hafa hitt í mark. Því fyrir utan leikinn í dag skoraði Pape líka í síðustu tveimur leikjum sínum með U-19 ára landsliðinu. Hann hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Pape segir í gríni að þetta gæti líka skrifast á nýju skóna hans. „Já, þetta var ekki alveg að ganga í appelsínugulu takkaskónum sem ég er búinn að vera að spila í í sumar. Ég ákvað að prófa nýja skó og nú get ég ekki hætt að skora. Ég held að ég sé ekkert að fara að spila í örðum skóm á næstunni." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu. Pape er einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og margir hafa fylgst grannt með framgöngu hans í gegn um yngriflokkastarf Fylkis undanfarin ár. Pape hefur fengið mörg tækifæri til að sanna sig með Meistaraflokki í sumar en þrátt fyrir ágæta spretti hafa mörkin látið sig vanta. Þangað til í dag. Pape fagnaði markinu enda eins og óður væri og reif sig úr að ofan við mikinn fögnuð áhorfenda í Árbænum. „Ég varð að rífa mig úr og fagna almennilega. Ég er búinn að bíða svo lengi eftir þessu marki að ég varð að gera það. Ég vissi að það myndi kosta mig mitt þriðja gula spjald í sumar en það var ekki annað hægt en að fagna þessu með stæl." Var þetta markaleysi farið að íþyngja þér? "Já. Þetta var farið að verða mjög erfitt. Sumar nætur svaf ég hreinlega ekki. ‚Eg reyndi eins og ég gat að hugsa ekki mikið um þetta en það var ekki annað hægt. Pape þakkar vini sínum Jordao Diogo, leikmanni KR fyrir að hafa hjálpað sér „Jordao er mér eins og stór bróðir. Við tölum saman á hverjum degi og hann hjálpar mér mikið. Hann sagði mér til dæmis að hætta að hugsa svona mikið um að reyna skora og einbeita mér frekar að því að spila fótbolta. Ég hef reynt að tileinka mér þetta í undanförnum leikjum" Heilráð Jordao virðast hafa hitt í mark. Því fyrir utan leikinn í dag skoraði Pape líka í síðustu tveimur leikjum sínum með U-19 ára landsliðinu. Hann hefur því skorað í þremur leikjum í röð. Pape segir í gríni að þetta gæti líka skrifast á nýju skóna hans. „Já, þetta var ekki alveg að ganga í appelsínugulu takkaskónum sem ég er búinn að vera að spila í í sumar. Ég ákvað að prófa nýja skó og nú get ég ekki hætt að skora. Ég held að ég sé ekkert að fara að spila í örðum skóm á næstunni."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00 Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms. 13. september 2009 13:00