Enski boltinn

Fernando Torres að verða hundrað prósent maður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres hefur æft einn í langan tíma.
Fernando Torres hefur æft einn í langan tíma. Mynd/AFP

Fernando Torres spilar kannski með Liverpool á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rafael Benítez, stjóri Liverpool, hefur staðfest að spænski framherjinn sem að komast á fulla ferð eftir að hafa verið frá síðan í byrjun nóvember.

„Við fengum góðar fréttir af Torres í gær og honum leið þá vel í skrokknum. Við skulum sjá til hvernig gengur hjá honum á næstu æfingum en þetta lítur mjög vel út," sagði Rafael Benítez en hann vill þó ekki gefa það út hvort Torres verði með á móti Blackburn.

„Það fer allt eftir því hvernig honum líður eftir vikuna. Hann þarf fyrst að æfa með líkamsræktarþjálfara en ef hann verður orðinn það góður að hann geti æft með restinni af liðinu þá aukast líkurnar á því að hann verði með," sagði Benítez.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×