Enski boltinn

Ryan Giggs: Ánægður með að fá að taka aukaspyrnurnar á nýjan leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs sést hér skora beint úr aukaspyrnu í gær.
Ryan Giggs sést hér skora beint úr aukaspyrnu í gær. Mynd/AFP

Ryan Giggs er aftur farinn að fá að taka aukaspyrnur fyrir Manchester United nú þegar Cristiano Ronaldo er farinn til Real Madrid. Giggs nýtti tækifærið vel í gær þegar hann jafnaði leikinn á móti Tottenham með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Manchester United vann leikinn síðan 3-1.

„Ég hef verið svolítið ryðgaður í aukaspyrnunum. Við höfum marga leikmenn sem geta tekið þessar aukaspyrnur. Nani er búinn að skora úr einni og svo eru það ég og Wayne," sagði Ryan Giggs.

„Við höfum marga kandídata núna en undanfarin fjögur eða fimm ár þá sá Cristiano bara um þessar aukaspyrnur. Ég var mjög ánægður að horfa á eftir boltanum í markið," sagði Giggs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×