Enski boltinn

Drogba auðmýktin uppmáluð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba er á skeljunum þessa dagana. Hann var ekki á skeljunum er hann las Tom Henning pistilinn.
Drogba er á skeljunum þessa dagana. Hann var ekki á skeljunum er hann las Tom Henning pistilinn. Nordic Photos/Getty Images

Didier Drogba segist vera tilbúinn að biðjast aftur afsökunar á hegðun sinni eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni.

Það þarf vart að rifja upp fáranlega hegðun Drogba eftir leikinn sem hellti sér yfir dómarann og hreytti fúkyrðum í myndavélar þar sem dónaleg orð hans ómuðu um heim allan.

Framherjanum rann þó brátt reiðin og baðst afsökunar. Hann er tilbúinn að gera það aftur.

„Leikurinn er búinn og þetta atvik er að baki. Ég hef beðist afsökunar og ef menn vilja þá mun ég gera það aftur," sagði Drogba auðmjúkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×