Enski boltinn

Innbrotsþjófar hótuðu Jagielka með hníf

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Jagielka.
Phil Jagielka. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn Phil Jagielka hjá Everton lenti í leiðindaratviki í gærkvöld þegar hann sat heima hjá sér og var að horfa á leik Hull og Everton í enska deildarbikarnum í sjónvarpinu.

Þrír grímuklæddir menn brutust inn á heimili leikmannsins í Knutsford í Cheshire á Englandi og hótuðu honum með hnífi og fengu hann til þess að afhenda þeim skartgripi og lykla að Range Rover bifreið.

Ekki er vitað hvort að innbrotsþjófarnir hafi haldið að Jagilka yrði að spila umræddan leik með Everton en hann hefur ekkert leikið með Everton á þessu tímabili vegna meiðsla.

„Sem betur fer meiddist engin og bíllinn fannst mannlaus skammt frá heimilinu," sagði í yfirlýsingu frá lögreglunni í Cheshire.

Innbrot af þessu tagi til atvinnumanna í fótbolta eru ansi tíð í Englandi en Steven Gerrard hjá Liverpool og Robbie Keane hjá Tottenham eru á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum innbrotsþjófum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×