Enski boltinn

Martin O'Neill hefur áhuga á að fá Sneijder til Aston Villa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wesley Sneijder í leik með Real Madrid á móti Liverpool.
Wesley Sneijder í leik með Real Madrid á móti Liverpool. Mynd/AFP

Martin O'Neill, stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Aston Villa hefur áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Wesley Sneijder til Aston Villa en framtíð þessa 25 ára gamla leikmanns Real Madrid hefur verið í óvissu eftir kaup liðsins á nýjum mönnum eins og Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema.

Internazionale hafði áhuga á að fá Wesley Sneijder á láni en ekkert varð af því. Umboðsmaður Sneijder, Soren Lerby, hefur einnig haldið því fram að Real Madrid vilji halda honum í sínum herbúðum. Það er því óljóst hvar þessi snjalli leikmaður muni spila á þessu tímabili.

„Því fleiri skapandi leikmenn eru í þínu liði því meiri möguleik á liðið að ná langt," sagði Martin O'Neill. „Leikmenn eins og Sneijder standa vanalega ekki til boða en ef að það er ekki pláss fyrir hann lengur hjá hans gamla félagi þá er full ástæða fyrir okkur að kanna okkar möguleika á að fá hann til okkar," sagði O'Neill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×