Enski boltinn

Reading samþykkir kauptilboð Hull í Hunt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stephen Hunt.
Stephen Hunt. Nordic photos/AFP

Írski landsliðsmaðurinn Stephen Hunt gæti verið á leið til Hull en félagið hefur samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar náð samkomulagi við Íslendingafélagið Reading um kaupverð.

Hinn 28 ára gamli Hunt hefur verið sterklega orðaður við félagsskipti frá Reading síðasta árið og félög á borð við Everton, Wigan, Portsmouth, Sunderland og Wolves sögð hafa haft áhuga á leikmanninum.

5,5 milljón punda klausa í samningi leikmannsins við Reading, sem gerir félögum kleift að kaupa hann á þá upphæð, hafði aftur á móti verið hindrunin fram til þessa en Hull er talið vera búið að ná samningi við Reading um að borga á bilinu 3-3,5 milljónir punda.

Hunt yfirgaf æfingarbúðir írska landsliðsins í dag til þess að fara til viðræðna við Hull.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×