Enski boltinn

Chamakh vill fara til Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marouane Chamakh, leikmaður Bordeaux.
Marouane Chamakh, leikmaður Bordeaux. Nordic Photos / AFP

Marouane Chamakh frá Marokkó hefur ítrekað beiðni sína við forráðamenn Bordeaux um að taka boði Arsenal í sig.

Það hefur verið fullyrt að Bordeaux hafi þegar hafnað tilboði frá Arsenal upp á 7,5 milljónir punda en félagið vill frá fimmtán milljónir fyrir kappann þó svo að hann eigi ekki nema eitt ár eftir af sínum samningi.

„Arsenal er efst á mínum lista en það eru önnur félög einnig í myndinni," sagði Chamakh sem hefur einnig verið orðaður við Sunderland, Fulham og Tottenham. „Ég vona að þetta mál leysist sem fyrst."

Chamakh skoraði í gær eitt mark í 4-1 sigri Bordeaux á Lens á heimavelli í fyrstu umferð deildarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×