Enski boltinn

Tottenham í baráttuna um Naughton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Naughton í leik með Sheffield United.
Naughton í leik með Sheffield United.

Samkvæmt BBC hefur Tottenham blandað sér í baráttuna um Kyle Naughton, varnarmann Sheffield United. Naughton var kominn nálægt því að ganga til liðs við Everton fyrir helgi.

Tottenham hefur nú sett nafn Naughton á óskalista sinn og þá er Aston Villa víst einnig að kanna stöðu mála hjá þessum U21 landsliðsmanni Englands.

Bakvörðurinn Naughton lék lykilhlutverk með Sheffield United á síðasta tímabili þegar liðið komst í úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeildinni. Liðið beið þar lægri hlut fyrir Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×