Enski boltinn

Fleiri greinast með svínaflensu í herbúðum Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, stjóri Blackburn.
Sam Allardyce, stjóri Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

Þrír leikmenn Blackburn og tveir starfsmenn félagsins hafa nú greinst með svínaflensu en það var staðfest nú síðdegis.

Christopher Samba og David Dunn misstu báðir af leiknum gegn Chelsea um helgina og sagði Sam Allardyce, stjóri liðsins, að þeir væru veikir. Félagið vildi ekki nafngreina þá leikmenn sem höfðu greinst með svínaflensu í dag.

Gera má þó ráð fyrir því að Samba og Dunn séu þeirra á meðal. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports um málið að læknir félagsins sé einn þeirra sem hafi greinst með svínaflensu.

Blackburn mætir Peterbrough í ensku deildabikarkeppninni á morgun. Allardyce sagði að þeir sem hefðu misst af leiknum gegn Chelsea um helgina væru á góðum batavegi en yrðu þó ekki klárir í slaginn á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×