Enski boltinn

Sláandi xG töl­fræði hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Casemiro og Bruno Fernandes fagna saman marki Manchester United í sigurleiknum á Chelsea.
Casemiro og Bruno Fernandes fagna saman marki Manchester United í sigurleiknum á Chelsea. EPA/PETER POWELL

Vandamál Manchester United hefur frekar verið að nýta færin sín fremur en að skapa þau. Það segir tölfræði ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester United hefur gengið frekar illa að skora í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta það sem af er tímabilsins enda bara með sjö mörk í fyrstu sex leikjum sínum.

United ætti aftur á móti að vera búið að skora miklu fleiri mörk samkvæmt hinni fróðlegu xG tölfræði um vænt mörk.

Mörkin sjö hafa bara skilað tveimur sigrum í sex leikjum og aðeins sjö stigum. Fyrir vikið er United aðeins í fjórtánda sæti deildarinnar. The Athletic vakti athygli á hinni sláandi xG tölfæði hjá Manchester United.

United ætti að vera búið að skora meira en tólf mörk í leikjunum sex eða 5,3 mörkum meira en þeir hafa skorað.

Þeir eru í efsta sætinu í því að að nýta ekki færin sín í fyrstu sex umferðum deildarinnar.

Næsta lið fyrir ofan er hið taplausa lið Crystal Palace sem ætti að vera með 3,4 mörkum meira.

Þetta eru einu liðin sem eru meira en tveimur mörkum frá skoruðu mörkum í raunheimi.

Tottenham er aftur á móti á hinum enda þessarar athyglisverðu tölfræðitöflu.

Tottenham hefur skorað 4,1 marki meira en tölfræði um vænt mörk gefur tilefni til. Næstu liðin á eftir eru síðan Liverpool (+2,9), Arsenal (+2,6) og Manchester City (+2,6).

Það má sjá alla töfluna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×