Enski boltinn

Manchester United 1-0 yfir í hálfleik - Nani með markið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nani fagnar marki sínu í fyrri hálfleik.
Nani fagnar marki sínu í fyrri hálfleik. Mynd/AFP

Englandsmeistarar Manchester United eru 1-0 yfir í hálfleik á móti bikarmeisturum Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley. Það var Portúgalinn Nani sem skoraði eina mark fyrri hálfleiks.

Mark Nani kom strax á 10. mínútu leiksins með skoti fyrir utan vítateig. Petr Cech átti þar að gera betur en hann hefur bætt fyrir þau mistök með frábærri markvörslu seinna í leiknum.

Rétt áður én United skoraði hafði Patrice Evra bjargað á marklínu frá Chelsea-manninum Branislav Ivanovic. United-liðið virist vakna eftir þetta dauðafæri og tók öll völd á vellinum. Chelsea sýndi smá lit seinni hluta hálfleiksins en heilt yfir hefur þetta verið hálfleikur Manchester-manna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×