Enski boltinn

Býst við að berjast við Liverpool og Chelsea um titilinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson í besta skapi.
Sir Alex Ferguson í besta skapi.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki reikna með því að grannarnir í City muni gera atlögu að enska meistaratitlinum á komandi tímabili.

„Það verður alls ekki auðvelt fyrir þá að vinna titla, sama hverja og hversu marga þeir hafa keypt. Ég lít ekki á þá sem okkar helstu keppinauta, það eru Liverpool og Chelsea," sagði Ferguson.

Meðal leikmanna sem Manchester City hafa keypt er Carlos Tevez en margir stuðningsmenn United eru ósáttir við að hafa misst Argentínumanninn.

„Ég tel bara að hann sé ekki þessara 25 milljón punda virði sem verðmiðinn á honum var. Það er bara mitt álit, kannski hef ég rangt fyrir mér. Ég hefði verið til í að fá hann ef upphæðin hefði verið sanngjörn að mínu mati," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×