Fótbolti

Capello: Ferðaþreyta ekki vandamálið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fabio Capello segir að þreyta megi ekki vera nein afsökun fyrir strákana sína í enska landsliðinu. Það mætir Kazakhstan á útivelli í undankeppni HM á morgun en ferðalagið þangað var rúmlega 5600 kílómetrar.

„Þetta er langt ferðalag en við verðum að muna að þeir spiluðu vel í fyrri leiknum á Wembley," sagði Capello. „Það er vandamálið, ekki ferðaþreyta eða ferðalagið." England vann þann leik 5-1.

„Þetta verður ekki auðveldur leikur," hélt þjálfarinn áfram. „Ég horfi á síðustu tvo leiki sem Kazakhstan spilaði. Þeir byrjuðu vel, pressuðu hátt, hlupu mikið og komu sér í góðar stöður. Það er ekki auðvelt að skora gegn þeim."

England getur tryggt sig á HM með sigri á morgun og gegn Andorra á miðvikudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×