Björgvin, Jónas og stjórn FME láta af störfum 25. janúar 2009 10:38 Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. Björgvin segist með þessu axla ábyrgð vegna bankahrunsins en segir aðspurður að mun fleiri beri ábyrgð. Hann sagði jafnframt að nú skapist svigrúm til að skipa út stjórn Seðlabankans. Björgvin hyggst sækjast eftir endurkjöri sem þingmaður. Tilkynning Björgvins til forsætisráðherra er svohljóðandi: ,,Hæstvirtur forsætisráðherra, Ég biðst í dag lausnar frá embætti viðskiptaráðherra í 2. ráðuneyti þínu. Jafnframt hef ég kynnt þá ákvörðun mína formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins og mun hann segja af sér í kjölfar þessa. Þá hef ég óskað eftir því við stjórn Fjármálaeftirlitsins að hún gangi frá starfslokum við forstjóra eftirlitsins og í kjölfarið segi sér. Mér var sýnt mikið traust þegar ég var útnefndur ráðherra í ríkisstjórn þinni og gekk til verks í fullvissu þess að hún gæti nýtt stóran meirihluta sinn á Alþingi til þess að koma fram mikilvægum umbótum. Ég kveð ríkisstjórnina reynslunni ríkari og þakka fyrir góð persónuleg samskipti. Frá því að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa skall á hefur ríkisstjórnin gripið til víðtækra aðgerða til að takmarka tjón heimila og atvinnulífs. Í þessi verkefni var ráðist af brýnni þjóðarnauðsyn til að tryggja að hér myndaðist ekki neyðarástand sem leitt hefði til enn frekari hörmunga fyrir samfélagið allt. Jafnframt þessum bráðaaðgerðum var ljóst að skapa þyrfti nýja samfélagslega sátt, þar sem traust ríkir um leikreglur og lýðræðisleg vinnubrögð, og að lagðar yrðu nýjar línur fyrir íslenskt efnahagslíf og stjórnkerfi. Þetta hefur ríkisstjórninni mistekist. Með ákvörðun minni í dag vil ég axla minn hluta af ábyrgðinni á því. Ástæða ákvörðunar minnar er sú sannfæring mín að nauðsynlegt sé að ryðja brautina fyrir uppgjör og uppbyggingu sem byggi á trausti almennings. Forsendur fyrir því að skapa frið og traust í samfélaginu til endurreisnar eru meðal annars þær að stjórnmálamenn og stjórnendur stofnana samfélagsins axli ábyrgð. Það er skoðun mín að stjórn Fjármálaeftirlitsins og starfsmenn stofnunarinnar hafi unnið mikið og gott starf við að stjórna uppgjöri á gömlu bönkunum og leggja grundvöll að nýrri bankastarfsemi í landinu. Efasemdum um hlut stjórnar og stofnunar í aðdraganda bankahrunsins verður hins vegar ekki eytt fyrr en öll kurl koma til grafar og ljóst er að hvorki mun ríkja friður né traust um starfsemina að sinni. Ég tel því rétt að ráðherra bankamála og stjórn Fjármálaeftirlits víki til þess að skapa nýjar forsendur fyrir árangursríku starfi. Ég óska þér velfarnaðar og sigurs í baráttu við erfiðan sjúkdóm og vona að ríkisstjórn og Alþingi takist að ráða fram úr vanda þjóðarinnar á farsælan hátt. Með vinsemd og virðingu, Björgvin G. Sigurðsson" Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson hefur sent Geir H. Haarde, forsætisráðherra, bréf þar sem hann biðst lausnar sem viðskiptaráðherra. Björgvin greindi frá þessu á fundi með blaðamönnum. Jafnframt tilkynnti hann að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og stjórn Fjármálaeftirlitsins láti af störfum. Björgvin segist með þessu axla ábyrgð vegna bankahrunsins en segir aðspurður að mun fleiri beri ábyrgð. Hann sagði jafnframt að nú skapist svigrúm til að skipa út stjórn Seðlabankans. Björgvin hyggst sækjast eftir endurkjöri sem þingmaður. Tilkynning Björgvins til forsætisráðherra er svohljóðandi: ,,Hæstvirtur forsætisráðherra, Ég biðst í dag lausnar frá embætti viðskiptaráðherra í 2. ráðuneyti þínu. Jafnframt hef ég kynnt þá ákvörðun mína formanni stjórnar Fjármálaeftirlitsins og mun hann segja af sér í kjölfar þessa. Þá hef ég óskað eftir því við stjórn Fjármálaeftirlitsins að hún gangi frá starfslokum við forstjóra eftirlitsins og í kjölfarið segi sér. Mér var sýnt mikið traust þegar ég var útnefndur ráðherra í ríkisstjórn þinni og gekk til verks í fullvissu þess að hún gæti nýtt stóran meirihluta sinn á Alþingi til þess að koma fram mikilvægum umbótum. Ég kveð ríkisstjórnina reynslunni ríkari og þakka fyrir góð persónuleg samskipti. Frá því að hin alþjóðlega lánsfjárkreppa skall á hefur ríkisstjórnin gripið til víðtækra aðgerða til að takmarka tjón heimila og atvinnulífs. Í þessi verkefni var ráðist af brýnni þjóðarnauðsyn til að tryggja að hér myndaðist ekki neyðarástand sem leitt hefði til enn frekari hörmunga fyrir samfélagið allt. Jafnframt þessum bráðaaðgerðum var ljóst að skapa þyrfti nýja samfélagslega sátt, þar sem traust ríkir um leikreglur og lýðræðisleg vinnubrögð, og að lagðar yrðu nýjar línur fyrir íslenskt efnahagslíf og stjórnkerfi. Þetta hefur ríkisstjórninni mistekist. Með ákvörðun minni í dag vil ég axla minn hluta af ábyrgðinni á því. Ástæða ákvörðunar minnar er sú sannfæring mín að nauðsynlegt sé að ryðja brautina fyrir uppgjör og uppbyggingu sem byggi á trausti almennings. Forsendur fyrir því að skapa frið og traust í samfélaginu til endurreisnar eru meðal annars þær að stjórnmálamenn og stjórnendur stofnana samfélagsins axli ábyrgð. Það er skoðun mín að stjórn Fjármálaeftirlitsins og starfsmenn stofnunarinnar hafi unnið mikið og gott starf við að stjórna uppgjöri á gömlu bönkunum og leggja grundvöll að nýrri bankastarfsemi í landinu. Efasemdum um hlut stjórnar og stofnunar í aðdraganda bankahrunsins verður hins vegar ekki eytt fyrr en öll kurl koma til grafar og ljóst er að hvorki mun ríkja friður né traust um starfsemina að sinni. Ég tel því rétt að ráðherra bankamála og stjórn Fjármálaeftirlits víki til þess að skapa nýjar forsendur fyrir árangursríku starfi. Ég óska þér velfarnaðar og sigurs í baráttu við erfiðan sjúkdóm og vona að ríkisstjórn og Alþingi takist að ráða fram úr vanda þjóðarinnar á farsælan hátt. Með vinsemd og virðingu, Björgvin G. Sigurðsson"
Tengdar fréttir Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12 Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Fleiri fréttir Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum Sjá meira
Björgvin segir líklega af sér Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er líklegt að Björgvin tilkynni um afsögn sína sem ráðherra. 25. janúar 2009 10:12
Björgvin boðar til blaðamannafundar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur boðað til fréttamannafundur nú klukkan hálfellefu og er búist við tíðindum sem tengjast framhaldi stjórnarsamstarfsins. Háværar raddir hafa verið allt frá bankahruninu í haust að Björgvin viki sem ráðherra bankamála og forystumenn Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins færu sömuleiðis. Líklegt þykir að einhver tíðindi af þessu tagi verði kynnt í dag. 25. janúar 2009 09:55